Saturday, April 22, 2017

Franskir sjómenn bjarga 15 ungmennum úr Þorlákshöfn

Dag þennan (29.3.1883) bar upp á fimtudag næstan eftir páska, og hafði mörgum orðið minnisstæður á Suðurlandsundirlendinu og víðar, sökum aftakaveðurs af norðaustri, er þá skall á af skyndingu mikilli. Þá var útræði mikið í Þorlákshöfn og sjór sóttur kappsamlega. Einn af formönnum þar var Ólafur Jóhannesson frá Dísastöðum í Laugardælasókn í Flóa, nafnkunnur sjósóknari og maður afburða aflasæll. Hann týndist þennan dag og öll skipshöfnin með honum. Voru þeir 15 alls. Hefir það jafnan verið að ágætum viðhaft hér hversu vel mentur Ólafur frá Dísastöðum hafi verið, því svo er að orði kveðið þar um slóðir, að hjá honum hafi afreksmaður skipað hvert rúm, svo sem var á Orminum langa. Sérstaklega er við brugðið að fræknleik og fimi Andrési nokkrum frá Völlum í Ölfusi og var honum helst jafnað til þess, seem var Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda.
Um Ólaf var þessi visa kveðin:

þó að rísi bára blá
brögnum vísa þorir
djúpan hnísu álinn á
Ólafur Disastöðum frá.

Þenna dag var og á sjó annað skip úr Þorlákshöfn, sem ekki náði lendingu. Voru þeir lítt menntir; flestir óharðnaðir unglingar. Formaðurinn var efnismaður mikill, kappsfullur, en kornungur og skorti því reynslu í formenskunni, sem vonlegt var. Fengu þeir við ekkert ráðið fyrir veðurofsanum og þvarr flesta bæði hug og dug. Vildi þeim það til happs, að þar var innanborðs maður ókvalráður og fullhugi hinn mesti, Símon Jónsson, sem lengi var í Foki á Eyrarbakka, ávalt  kendur við þann bæ. (fæddur 23. sept. 1852.) Þá er í óefni þetta var komið, tók Símon að sér stórn alla á skipinu og með harðfylgi nokkru tókst honum að telja þann hug í skipverja, að ekki mæltu þeir æðru til muna. Skipið var nær því hlaðið, og lét Símon ryðja það að mestu, en sjálfur sat hann við stýri og formaðurinn hið næsta honum. Segl nokkur höfðu þeir uppi og ætluðu þeir í fyrstu að freista þess, að ná, Iendingu í Selvogi, en jafnan þá þeir reyndu að halda grynnra, fengu þeir við ekkert ráðið og þótti sem skipið mundi sogast niður í sædjúpið; hrakti þá þvi æ lengra og lengra á haf út. Af fjórum mönnum fuku sjóhattarnir og lenti einn þeirra á krókstjakanum, sem stóð upp úr stafni skipsins, fraus hann við stjakann og sat þar það sem eftir var af hrakningunum. Seint um kveldið kom formaðurinn auga á frakkneskt fiskiskip, allnærri og héldu þeir þegar til móts við það. Höfðu Frakkar fyrst séð svo, sem væri fugl á flugi, en það var reyndar sjóhatturinn á krókstjakanum. Fóru þeir að athuga þetta nánara og sáu þá skipið íslenska, sem komið var 11 sjómilur undan landi. Torvelt reyndist, að ná þeim íslendingunum, 15 að tölu, upp á skeiðina frakknesku og liðu eigi minna en vær stundir fullar, frá því að hinum fyrsta var borgið og til þess, að hinum síðasta var hólpið. En það var Símon. Höfðu þeir þá verið 7—8 stundir i hrakningum þessum, og sem að Iikindum lætur, voru þeir allmjög þrekaðir eftir sjóvolkið. En þess minntust þeir félagar löngum, hversu ágætar voru viðtökurnar hjá Frökkum. Hrestu þeir þá fyrst á drykk þeim, sem alment er til sveita á íslandi kallaður koniakspúns, og hlýnaði að þeim íslendingunum, í hamsi við þetta, því munngártið var sterkt blandað og heitt vel.
Veðráttan var úfin og stormasöm, svo að þeir félagar urðu að dvelja heila viku hjá þeim lífgjöfum sínum, áður þeir kæmust á land i Vestmannaeyjum. Tóku eyjarskeggjar þeim með gestrisni mikilli, þótt hart væri þá í ári þar í eyjum. Skipstjórinn franski skrifaði sýslumanni í Vestmannaeyjum bréf, og sagði þar, meðal annars, frá sjóhattinum á krókstjakanum, sem fyrst vakti eftirtekt hans, og því, hversu langt frá landi mannbjörgin varð. Samdægurs og þeir hrakningsmennirnir lentu í Vestmannaeyjum, voru níu flöskubréf send til lands og voru tvö þeirra komin upp í Landeyjasand morguninn eftir.
Heimild Morgunbl. 26,03,1923.

No comments: