Saturday, April 22, 2017

Guðmundur Sigurðsson skipstjóri gerist alifuglabóndi í Reykjavík.

Guðmundur Sigurðsson frá Garðbæ Eyrarbakka, f.1879 Skútukarl og togaraskipstjóri til margra ára, sneri sér að fuglarækt þegar sjómannsferlinum lauk. Hann var fyrst á þilskipinu Þór frá Reykjavík árið 1903. Skipstjóri var hann á skútunni „Guðrún Soffía“ síðan skipstjóri  á togurunum „Valurinn“ síðan á „Íslendingur“ og „Earl Herford“ sem var enskur leigutogari undir Íslenskum fána og síðan ensku togurunum „Sussux“  og  „ Andro Moca“  og síðast á  „Draupnir“. Um tíma skipstjóri á flutningaskipunum  „Stjarnan“ og „Francis Hyde“ sem Johnson &. Kaaber áttu. Hætti svo sjómennsku vegna heilsubrests 1928. Hann hóf þá að rækta alifugla og átti mikið fuglabú við Sundlaugaveg í Reykjavík fram til 1940.

No comments: