Friday, April 21, 2017

Skipsbrotsmenn veifuðu þjóðfánanum

Um hádegisbil 2. maí 1931 var Línuveiðarinn „Pétursey „ stödd um eina sjómílu frá Krísuvíkurbjargi. Heyra bátsmenn hvar blásið er í þokulúður uppi á bjarginu og bregður Guðjón Jónsson skipstjóri sjónauka sínum á loft. Verður hann þá var við vélbát í klettaskoru framan í bjarginu og sex menn á bjargsyllu þar fyrir ofan veifandi þjóðfánanum. Var um að ræða vélbátinn Íslending frá Stokkseyri, en vökumaðurinn hafði sofnað á verðinum og bátinn rekið upp í klettana og brotnað. Guðjón sendi léttbát til þeirra undir bjargið og sigu mennirnir af Íslendingi niður í hann í tveimur hollum, þeir voru síðan selfluttir um borð í vélbátinn „Muninn“ er þá kom að björgunaraðgerðum. Mennirnir, sem í skipreikanum lentu,  voru  Ingimundur  Jónsson  formaður, eigandi bátsins, Bjarni Sigurðsson, Kristján  og Sigurður  bræður, Hreinssynir, og Einar Vilhjálmsson, en þeir höfðu þá allir hangið á syllunni í 12 stundir.

Íslendingur II var 12 tn. 15 ha. Alpha motor. Smíðaður í Vestmannaeyjum 1915, (hét "Lára") 

No comments: