Saturday, April 22, 2017

vb.Ingólfur Arnarsson strandar við Ragnheiðarstaði

Vélbáturinn Ingólfur Arnarson úr  Reykjavík strandaði í nánd við Ragnheiðarstaði fyrir austan Stokkseyri aðfaranótt  mánudagsins 13. marz. Segja skipverjar, að  dýptarmælirinn hafi sýnt 20 faðma dýpi í  þann svip, sem skipið strandaði. — Skipið  sneri stefni að landi og voru um 200 m út í það. Brim var það mikið, að eigi varð  komizt út í það á bát. Björgunarsveitin frá  Stokkseyri fór á strandstaðinn, og tókst  henni að skjóta línu út í Ingólf í fyrsta  skoti. Sökum þess, hve langt var út í skipið, slaknaði á línunni, svo að skipverjar  fóru allir í kaf á leið til lands. Ekki varð  þeim meint við það, enda gátu þeir, þegar  í fjöruna var komið, farið í upphitaðan bíl  og fengið hressingu.

„Ingólfur Arnarson" var Svíþjóðarbátur, 102 rúml. að stærð, eign Ágústs Snæbjörnssonar o. fl., en Ágúst var skipstjóri  á bátnum. — Ingólfi varð eigi náð út, en  Dröfn h/f í Hafnarfirði keypti hann þarna  á staðnum af Vélbátafélaginu Gróttu fyrir 50 þús. kr. Tókst að bjarga úr honum vélinni, spili o. fl.

No comments: